Diplómanám í vefmiðlun


Haustið 2017 verður í annað sinn í boði 60 eininga diplómanám í vefmiðlun, í samstarfi þriggja miðlunargreina, meistaranáms í blaða- og fréttamennsku, hagnýtri menningarmiðlun og hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Diplómanámið er hýst hjá hagnýtri menningarmiðlun, en greinarnar þrjár leggja allar til námskeið.

Námið er eins árs (tveggja missera) hagnýtt þverfaglegt framhaldsnám í vefmiðlun innan hagnýtrar menningarmiðlunar. Námið er 60 einingar. Full námsframvinda á einu misseri miðast við 30 e. Allir sem lokið hafa BA-prófi með fyrstu einkunn (7,25) í hugvísindum, félagsvísindumeða skyldum greinum geta sótt um.

Diplómanám í vefmiðlun er hugsað sem góður undirbúningur fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við vefmiðlun, vefstjórnun og rafræna þjónustu í fyrirtækjum og stofnunum.
Í náminu er tekið á helstu þáttum sem sérfræðingar í rafrænni þjónustu í fyrirtækjum og stofnunum sinna. Eftirspurn eftir reynslu og þekkingu fólks af notendaupplifun, vefmiðlun og vefstjórn fer mjög vaxandi á Íslandi. Sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir fjárfesta meira í vefnum og þurfa starfsfólk á þessu sviði til að sinna vefmálum og annarri rafrænni þjónustu.


 • Eins árs diplómanám

  Góður undirbúningur fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við vefmiðlun, vefstjórnun og rafræna þjónustu í fyrirtækjum og stofnunum.

 • Umsóknir

  Umsóknarfrestur er til 5. júní 2017. Smellið hér til að sækja um

 • Hafa samband

  Til að fá frekari upplýsingar um námið má hafa samband við Sigurjón Ólafsson sjon@hi.is eða Ármann H. Gunnarsson armann@hi.is

 

Kynningarmyndband


Umsóknarfrestur til
5. júní 2017

ÁHERSLUR Í NÁMINUStarf sérfræðings í rafrænni þjónustu (vefstjórans) er ekki beinlínis tæknilegs eðlis þó að hann þurfi að þekkja grundvallaratriðin í tæknimálum vefsins. Hlutverk hans er margþætt og ráðgert er að námið taki á helstu þáttum í starfi hans. • VEFSTJÓRN
 • VEFGREINING
 • VEFSTEFNUMÓTUN
 • STJÓRN VEFVERKEFNA
 • GRUNNTÆKNI VEFVIÐMÓTSINS
 • GRUNDVALLARATRIÐI Í VEFHÖNNUN • NYTSEMI
 • ÞARFAGREINING
 • AÐGENGISMÁL
 • NOTENDAUPPLIFUN
 • UPPLÝSINGAARKITEKTÚR • EFNISSTJÓRN
 • SAMFÉLAGSMIÐLAR
 • MARKAÐSSETNING Á NETINU
 • MYNDBÖND & HLAÐVARP Á VEF
 • LEIÐIR Í MIÐLUN MENNINGAR
 
 
 

Góður undirbúningur fyrir atvinnulífið


Nám í vefmiðlun er góður undirbúningur til að takast á við áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir. Þeir sem kunna til verka í vefmiðlun munu gegna mikilvægu hlutverki í þessari þróun ásamt öðrum sérfræðingum í vefþróun, svo sem vefhönnuðum og forriturum.

Diplómanám í vefmiðlun tekur tillit til sérstakra aðstæðna á Íslandi þar sem störf sérfræðinga í rafrænni þjónustu krefst meiri almennrar þekkingar á mörgum sviðum fremur en séfræðiþekkingar á einu sviði. Að loknu námi í vefmiðlun ættu nemendur að geta sótt um störf þar sem námið nýtist með beinum hætti, nemendum og atvinnulífinu til góða.

Aðgangur að frekara námi:
Námslok með fyrstu einkunn (7,25) veitir möguleika á að sækja um meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun*, í blaða og fréttamensku* og hagnýtri ritstjórn og útgáfu*. Nemendur í vefmiðlun geta fengið námið metið og útskrifast með meistaragráðu í þeirri miðlunargrein sem þeir kjósa og að því tilskyldu að þeir hafi lokið tilskyldum skylduáföngum í viðkomandi grein.Placeholder

Kennarar


Sigurjón Ólafsson, vefráðgjafi hjá Fúnksjón er aðjunkt við námsleiðina. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá TM Software, er stundakennari í vefmiðlun. Auk þeirra kemur fjöldi gestakennara að náminu. Fjöldi valnámskeiða er einnig í boði í öðrum deildum.námskeið


Til diplómanáms í vefmiðlun er krafist 60 eininga. Skyldunámskeið eru 20 einingar og valnámskeið 40 einingar.

Skyldunámskeið

Grundvallaratriði vefmiðlunar – Starf vefstjórans og vefritstjórn 10 einingar – haust 2017
Þarfagreiningar og notendaupplifun á vef – 10 einingar – vor 2017

*Hafið samband við umsónamenn námsleiða til að fá frekari upplýsingar um hvaða valnámskeið er best að taka til að fá námið metið í viðkomandi grein.

Valgerður Anna Jóhannsdóttir, – vaj@hi.is
(Blaða og fréttamennska)
Alda Björk Valdimarsdóttir, – alda@hi.is
(Hagnýt ritstjórn og útgáfa)
Ármann Gunnarsson – armann @hi.is / Halla Kristín Einarsdóttir- hke2@hi.is
(Hagnýt menningarmiðlun)

Valnámskeið

Miðlunarleiðir 10 einingar – haust 2017
Vefþáttagerð og nýmiðlun – 10 einingar – vor 2018
Fréttamennska 1: Fréttamat, fréttaöflun og fréttaskrif – 10 einingar – haust 2017
Nýsköpun – hugmyndavinna, verkefnisstjórnun og fjármögnun – 10 einingar – haust 2017
Markaðssetning á netinu 6 einingar– haust 2017
Miðlun og menning 10 einingar – haust 2017
Fréttamennska II: Fréttaskýringar, viðtöl pistlaskrif og framsetning texta – 6 einingar – vor 2018
Þáttagerð. Vinnsla fræðilegs efnis fyrir útvarp (í samvinnu við RÚV) 6 einingar – vor 2018
Einstaklingsverkefni – 4 einingar – haust/vor/sumar
Einstaklingsverkefni – 10 einingar – haust/vor/sumar